Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. september 2020 09:28
Magnús Már Einarsson
Henderson staðráðinn í að verja mark Man Utd
Powerade
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Messi fær sitt pláss í slúðri dagsins.
Messi fær sitt pláss í slúðri dagsins.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með allar nýjustu kjaftasögurnar. Njótið.



Lionel Messi (33) er að íhuga að hætta við að yfirgefa Barcelona. (Mirror)

Fyrsti fundur Barcelona með föður Messi endaði án samkomulags í gær. (Mundo Deportivo)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, segir að Messi sé ekki til sölu. (Marca)

Messi gæti farið á 88,8 milljónir punda samkvæmt öðrum fréttum. (Telegraph)

Manchester United býðst að semja við Bayern Munchen um kaup á miðjumanninum Thiago Alcantara (29). (ESPN)

Dean Henderson (23) hefur sagt Manchester United að hann ætli að fara ef hann verður varamarkvörður á eftir David De Gea. Henderson gerði nýjan samning við United á dögunum. (Mail)

Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Barcelona, vill að félagið geri allt sem til þarf til að fá Georginio Wijnaldum (29) frá Liverpool. (ESPN)

Aston Villa fær samkeppni frá Newcastle um Callum Wilson (28) framherja Bournemouth. (Telegraph)

Newcastle er einnig að fá kantmanninn Ryan Fraser (26) frítt frá Bournemouth. (Talksport)

PSG hefur hafnað boði um að fá Matteo Guendouzi (21) frá Arsenal. (Telegraph)

DC United hefur lagt fram fyrirspurn í Gonzalo HIguain (32) framherja Juventus og hefur einnig áhuga á að fá Gylfa Þór Sigurðsson (30) frá Everton. (The Atletic)

Spænski varnarmaðurinn Erik Garcia (19) segist ætla að yfirgefa Manchester City þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Sun)

WBA er að reyna að fá kantmanninn Grady Diangana (22) frá West Ham á 18 milljónir punda. (Guardian)

Ainsley Maitland-Niles og Kieran Tierney fara ekki frá Arsenal í sumar. (90mins)
Athugasemdir
banner
banner
banner