Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
banner
   þri 03. september 2024 15:51
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Icelandair
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er yndisleg. Það er geggjað að vera kominn aftur," segir Gylfi Þór Sigurðsson sem er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn sem er að búa sig undir leik gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudag.

Gylfi hefur leikið fimmtán deildarleiki með Val á tímabilinu og í viðtali við Fótbolta.net í dag var hann spurður að því hvernig skrokkurinn hefði verið í sumar?

„Það var smá ströggl í byrjun, ég var með lítið brjósklos og fann mikið til í einhverjum leikjum. Meiðslin voru aðeins lengur en þau hefðu verið ef ég hefði hætt strax. Ég náði ekki mikið að æfa milli leikjanna en núna er lengra á milli leikja og mér líður mjög vel núna. Ég hef náð að æfa töluvert og er algjörlega verkjalaus núna."

Gylfi hefur talað um að drifkraftur sinn í boltanum í dag er að spila fyrir land og þjóð.

„Algjörlega. Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að spila fyrir Ísland. Það er draumurinn að enda á öðru stórmóti."

Þarf að spá í hvað best sé að gera
Í Íþróttavikunni hjá 433 á dögunum voru vangaveltur um það hvort Gylfi mynda fara erlendis á lán eftir tímabilið hjá Val til að vera í betra leikformi fyrir komandi landsliðsglugga.

„Ég hef ekkert spáð í þess hingað til. Á tímabili var fókusinn algjörlega á Val og mig sjálfan, ná mér heilum og koma mér í toppstand. Þetta er eitthvað sem ég þarf að spá í núna, sérstaklega hvað varðar marsgluggann. Þetta er eitthvað sem ég þarf að setjast niður og hugsa út í á næstu dögum eða vikum. Ég þarf að spá í hvað er best að gera," segir Gylfi.

Frábært að ná einhverju af Tyrkjum úti
Eftir leikinn gegn Svartfjallalandi mun íslenska liðið fljúga til Tyrklands og mæta heimamönnum á mánudag. Hvað viljum við fá út úr þessum leikjum?

„Við viljum vinna heima, það er alltaf markmiðið. Tyrkland verður alltaf erfiðari leikur, sérstaklega á þeirra heimavelli. Það hefur verið þannig hjá okkur að við viljum vinna alla leiki. En að ná stigi úti gegn Tyrkjum yrði frábært," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner