Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 03. september 2024 15:51
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Icelandair
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er yndisleg. Það er geggjað að vera kominn aftur," segir Gylfi Þór Sigurðsson sem er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn sem er að búa sig undir leik gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudag.

Gylfi hefur leikið fimmtán deildarleiki með Val á tímabilinu og í viðtali við Fótbolta.net í dag var hann spurður að því hvernig skrokkurinn hefði verið í sumar?

„Það var smá ströggl í byrjun, ég var með lítið brjósklos og fann mikið til í einhverjum leikjum. Meiðslin voru aðeins lengur en þau hefðu verið ef ég hefði hætt strax. Ég náði ekki mikið að æfa milli leikjanna en núna er lengra á milli leikja og mér líður mjög vel núna. Ég hef náð að æfa töluvert og er algjörlega verkjalaus núna."

Gylfi hefur talað um að drifkraftur sinn í boltanum í dag er að spila fyrir land og þjóð.

„Algjörlega. Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að spila fyrir Ísland. Það er draumurinn að enda á öðru stórmóti."

Þarf að spá í hvað best sé að gera
Í Íþróttavikunni hjá 433 á dögunum voru vangaveltur um það hvort Gylfi mynda fara erlendis á lán eftir tímabilið hjá Val til að vera í betra leikformi fyrir komandi landsliðsglugga.

„Ég hef ekkert spáð í þess hingað til. Á tímabili var fókusinn algjörlega á Val og mig sjálfan, ná mér heilum og koma mér í toppstand. Þetta er eitthvað sem ég þarf að spá í núna, sérstaklega hvað varðar marsgluggann. Þetta er eitthvað sem ég þarf að setjast niður og hugsa út í á næstu dögum eða vikum. Ég þarf að spá í hvað er best að gera," segir Gylfi.

Frábært að ná einhverju af Tyrkjum úti
Eftir leikinn gegn Svartfjallalandi mun íslenska liðið fljúga til Tyrklands og mæta heimamönnum á mánudag. Hvað viljum við fá út úr þessum leikjum?

„Við viljum vinna heima, það er alltaf markmiðið. Tyrkland verður alltaf erfiðari leikur, sérstaklega á þeirra heimavelli. Það hefur verið þannig hjá okkur að við viljum vinna alla leiki. En að ná stigi úti gegn Tyrkjum yrði frábært," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner