Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 03. september 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jamal Lewis til Sao Paulo á láni (Staðfest)
Jamal Lewis.
Jamal Lewis.
Mynd: Getty Images
Jamal Lewis hefur gengið í raðir brasilíska félagsins Sao Paulo á láni frá Newcastle.

Hann er fyrsti Bretinn sem gengur í raðir þessa sögufræga félags.

„Þegar ég frétti af þessum möguleika þá sagði ég strax við umboðsmanninn minn að ég vildi koma til Brasilíu," sagði Lewis við heimasíðu Sao Paulo.

Lewis náði ekki að festa sig í sessi í liði Newcastle og hefur aðeins leikið 36 leiki í búningi félagsins. Hann var lánaður til Watford á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner