Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 03. september 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lewandowski tilbúinn að taka á sig launalækkun til að hjálpa Barcelona
Mynd: EPA

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir frá því að Robert Lewandowski, framherji liðsins, hafi verið tilbúinn að lækka launin sín til að hjálpa félaginu.


Barcelona hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum sem varð meðal annars til þess að liðið var í vandræðum með að skrá Dani Olmo í hópinn í spænsku deildinni eftir komu sína frá RB Leipzig.

Lewandowski er sagður vera næstlaunahæsti leikmaður liðsins.

„Ég verð sérstaklega að nefna Lewandowski. Hann er leikmaður sem er skuldbundinn félaginu. Þegar hann heyrði að við þurftum að gera ýmislegt til að fara eftir fjárhagsreglum til að geta skráð leikmenn sagði hann við okkur að hann gæti lækkað launin sín til að hjálpa félaginu," sagði Laporta.

Þessi 36 ára gamli framherji hefur byrjað tímabilið frábærlega en hann er með fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum í spænsku deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner