Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   þri 03. september 2024 15:27
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Icelandair
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri lék sinn fyrsta leik með Real Sociedad um liðna helgi.
Orri lék sinn fyrsta leik með Real Sociedad um liðna helgi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað bara frábær tilfinning. Ég er stoltur af því að vera hluti af klúbbnum og fá þetta tækifæri að spila í einni stærstu deild í heimi er bara forréttindi," segir Orri Steinn Óskarsson sem á föstudag gekk í raðir Real Sociedad á Spáni.

Þessi tvítugi sóknarmaður er kominn til Íslands til að taka þátt í komandi landsleikjum en hann ræddi við Fótbolta.net fyrir utan Hilton Reykjavík Nordica hótelið.

Viðburðaríkur gluggadagur
Orri var orðaður við fjöldamörg lið í sumarglugganum en á gluggadeginum sjálfum flaug hann með einkaþotu til San Sebastian og samdi við Real Sociedad.

„Það gerðist mikið og maður vissi ekki hvað var að fara að gerast og hvað ekki. Á endanum small þetta allt saman og við vorum á leið til í Spánar nánast bara upp úr engu. Þetta er ekki eitthvað sem maður átti von á, ég var bara mjög glaður í FCK og svo þegar þetta tækifæri kom upp þá fannst mér eiginlega ekki hægt að neita því."

Orri segist hafa verið mjög hrifinn af þeim áætlunum sem forráðamenn Real Sociedad kynntu fyrir honum og hvernig þeir hyggjast vinna með unga leikmenn. Íslendingurinn er dýrastur í sögu Sociedad og einnig dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt. 20 milljóna evra verðmiðinn hefur þó ekki mikil áhrif á Orra sjálfan.

„Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum og hefur engin áhrif á það hvernig ég æfi, spila, sef eða vakna. Því fyrr sem þú nærð þessu út úr hausnum á þér því betra," segir Orri.

Alfreð gefur góð ráð
Alfreð Finnbogason er fyrrum leikmaður Real Sociedad og sagði við stuðningsmenn spænska liðsins á X samfélagsmiðlinum að ef þeir gæfu Orra ást myndu þeir fá mörk til baka.

„Ég talaði aðeins við Alfreð og heyrði líka í honum áður en ég kom hingað líka. Ég tek fullt af lærdómi frá honum, hvað virkaði fyrir hann og hvað ekki. Við eigum mjög gott samband og getum talað saman endalaust. Það er frábært að hafa einhvern til að geta snúið sér að," segir Orri.

Í viðtalinu, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Orri um leikstíl Real Sociedad og svo auðvitað um landsliðið en framundan eru leikir gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni,
Athugasemdir
banner
banner