Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 03. september 2024 15:27
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Icelandair
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað bara frábær tilfinning. Ég er stoltur af því að vera hluti af klúbbnum og fá þetta tækifæri að spila í einni stærstu deild í heimi er bara forréttindi," segir Orri Steinn Óskarsson sem á föstudag gekk í raðir Real Sociedad á Spáni.

Þessi tvítugi sóknarmaður er kominn til Íslands til að taka þátt í komandi landsleikjum en hann ræddi við Fótbolta.net fyrir utan Hilton Reykjavík Nordica hótelið.

Viðburðaríkur gluggadagur
Orri var orðaður við fjöldamörg lið í sumarglugganum en á gluggadeginum sjálfum flaug hann með einkaþotu til San Sebastian og samdi við Real Sociedad.

„Það gerðist mikið og maður vissi ekki hvað var að fara að gerast og hvað ekki. Á endanum small þetta allt saman og við vorum á leið til í Spánar nánast bara upp úr engu. Þetta er ekki eitthvað sem maður átti von á, ég var bara mjög glaður í FCK og svo þegar þetta tækifæri kom upp þá fannst mér eiginlega ekki hægt að neita því."

Orri segist hafa verið mjög hrifinn af þeim áætlunum sem forráðamenn Real Sociedad kynntu fyrir honum og hvernig þeir hyggjast vinna með unga leikmenn. Íslendingurinn er dýrastur í sögu Sociedad og einnig dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt. 20 milljóna evra verðmiðinn hefur þó ekki mikil áhrif á Orra sjálfan.

„Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum og hefur engin áhrif á það hvernig ég æfi, spila, sef eða vakna. Því fyrr sem þú nærð þessu út úr hausnum á þér því betra," segir Orri.

Alfreð gefur góð ráð
Alfreð Finnbogason er fyrrum leikmaður Real Sociedad og sagði við stuðningsmenn spænska liðsins á X samfélagsmiðlinum að ef þeir gæfu Orra ást myndu þeir fá mörk til baka.

„Ég talaði aðeins við Alfreð og heyrði líka í honum áður en ég kom hingað líka. Ég tek fullt af lærdómi frá honum, hvað virkaði fyrir hann og hvað ekki. Við eigum mjög gott samband og getum talað saman endalaust. Það er frábært að hafa einhvern til að geta snúið sér að," segir Orri.

Í viðtalinu, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Orri um leikstíl Real Sociedad og svo auðvitað um landsliðið en framundan eru leikir gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni,
Athugasemdir
banner