William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   þri 03. september 2024 15:27
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Icelandair
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri lék sinn fyrsta leik með Real Sociedad um liðna helgi.
Orri lék sinn fyrsta leik með Real Sociedad um liðna helgi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað bara frábær tilfinning. Ég er stoltur af því að vera hluti af klúbbnum og fá þetta tækifæri að spila í einni stærstu deild í heimi er bara forréttindi," segir Orri Steinn Óskarsson sem á föstudag gekk í raðir Real Sociedad á Spáni.

Þessi tvítugi sóknarmaður er kominn til Íslands til að taka þátt í komandi landsleikjum en hann ræddi við Fótbolta.net fyrir utan Hilton Reykjavík Nordica hótelið.

Viðburðaríkur gluggadagur
Orri var orðaður við fjöldamörg lið í sumarglugganum en á gluggadeginum sjálfum flaug hann með einkaþotu til San Sebastian og samdi við Real Sociedad.

„Það gerðist mikið og maður vissi ekki hvað var að fara að gerast og hvað ekki. Á endanum small þetta allt saman og við vorum á leið til í Spánar nánast bara upp úr engu. Þetta er ekki eitthvað sem maður átti von á, ég var bara mjög glaður í FCK og svo þegar þetta tækifæri kom upp þá fannst mér eiginlega ekki hægt að neita því."

Orri segist hafa verið mjög hrifinn af þeim áætlunum sem forráðamenn Real Sociedad kynntu fyrir honum og hvernig þeir hyggjast vinna með unga leikmenn. Íslendingurinn er dýrastur í sögu Sociedad og einnig dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt. 20 milljóna evra verðmiðinn hefur þó ekki mikil áhrif á Orra sjálfan.

„Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum og hefur engin áhrif á það hvernig ég æfi, spila, sef eða vakna. Því fyrr sem þú nærð þessu út úr hausnum á þér því betra," segir Orri.

Alfreð gefur góð ráð
Alfreð Finnbogason er fyrrum leikmaður Real Sociedad og sagði við stuðningsmenn spænska liðsins á X samfélagsmiðlinum að ef þeir gæfu Orra ást myndu þeir fá mörk til baka.

„Ég talaði aðeins við Alfreð og heyrði líka í honum áður en ég kom hingað líka. Ég tek fullt af lærdómi frá honum, hvað virkaði fyrir hann og hvað ekki. Við eigum mjög gott samband og getum talað saman endalaust. Það er frábært að hafa einhvern til að geta snúið sér að," segir Orri.

Í viðtalinu, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Orri um leikstíl Real Sociedad og svo auðvitað um landsliðið en framundan eru leikir gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni,
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner