Emiliano Martínez hjálpaði Aston Villa að komast í Meistaradeildina og er búinn að spila lykilhlutverk í þeim tveimur leikjum sem liðið hefur spilað í keppninni. Villa vann frækinn sigur gegn Bayern München í gær.
Ian Taylor, fyrrum miðjumaður Aston Villa, segir að Martínez sé besti markvörður heims í dag.
Ian Taylor, fyrrum miðjumaður Aston Villa, segir að Martínez sé besti markvörður heims í dag.
„Hann er búinn að vera á toppnum síðustu ár. Að mínu mati er hann besti markvörður heims í dag. Hann er rosalega stór hlekkur í Aston Villa og liðið væri ekki eins án hans," segir Taylor.
„Hann hefur spilað vel svo lengi og er líklega ekki að fá hrósið sem hann á skilið."
Martínez fékk gullhanskann sem besti markvörður HM í Katar en hann hjálpaði Argentínu að vinna mótið.
Athugasemdir