Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   sun 03. nóvember 2024 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Nistelrooy: Mun styðja við bakið á Amorim
Mynd: Getty Images

Ruud van Nistelrooy á eftir að stýra tveimur leikjum hjá Man Utd en hann stýrði öðrum leik sínum í dag þegar liðið gerði jafntefli gegn Chelsea.


„Ég er svekktur að við unnum ekki, við fengum betri færi en heilt yfir var frammistaðan stórkostleg. Þeir skildu allt eftir inn á vellinum," sagði Van NIstelrooy.

Hann fagnaði marki Bruno Fernandes af mikilli innlifun á hliðarlínunni. Þá var hann einnig spurður út í Rúben Amorim, verðandi stjóra liðsins.

„Þetta var frábært augnablik þegar Old Trafford sprakk. Bruno Fernandes gerði vel og tilfinningarnar sprungu út. Þessi vika hefur verið einstök, ég hef notið hverrar sekúndu. Ég er hérna til að hjálpa og mun styðja við bakið á nýja stjóranum og sjá til þess að félagið vaxi."

„Allir styðja við bakið á honum. Það eru allir að einbeita sér að næstu tveimur leikjum sem eru mjög mikilvægir en svo munum við leggja hart að okkur að gera félagið betra á hverjum degi."


Athugasemdir
banner
banner
banner