Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, sat allan tímann á bekknum er Juventus vann Inter í erkifjendaslag, 2-0, í Seríu A í dag.
Sara hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur en var á bekknum gegn Inter í dag.
Hún kom þó ekkert við sögu en er laus við meiðsli samkvæmt Joe Montemurro, þjálfara liðsins.
Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði hins vegar allan leikinn í vörn Inter í dag.
Juventus er í 2. sæti með 24 stig, þremur stigum frá toppsætinu en Inter er í 3. sæti með 19 stig.
Athugasemdir