
HM hringborðið verður í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á dagskrá í dag milli 12 og 14, eins og venja er á laugardögum.
Elvar Geir og Tómas Þór gera upp riðlakeppni mótsins, velja úrvalsliðið til þessa, mestu vonbrigðin og skemmtilegustu karakterana.
Sérfræðingur þáttarins, Kristján Atli Ragnarsson, spáir í viðureignir 16-liða úrslitanna.
Elvar Geir og Tómas Þór gera upp riðlakeppni mótsins, velja úrvalsliðið til þessa, mestu vonbrigðin og skemmtilegustu karakterana.
Sérfræðingur þáttarins, Kristján Atli Ragnarsson, spáir í viðureignir 16-liða úrslitanna.
Fjallað verður um vonbrigði Þýskalands. Sæbjörn Steinke ræðir við Guðmund Hreiðarsson, markvarðaþjálfara Jamaíku og sérfræðing um þýska fótboltann.
Í lok þáttarins verður svo farið yfir fréttir vikunnar í íslenska boltanum.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir