Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Madrídingar ræða við Dalot - Salah til í eins árs framlengingu
Powerade
Diogo Dalot.
Diogo Dalot.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: Getty Images
Það er svo sannarlega nóg um að vera í slúðri dagsins en hérna eru helstu sögurnar.

Real Madrid hefur sett sig í samband við Diogo Dalot (25), bakvörð Manchester United, en Trent Alexander-Arnold (26), bakvörður Liverpool, er enn í forgangi hjá spænska stórveldinu. (Relevo)

Man Utd hefur hafið viðræður um kaup á Viktor Gyökeres (26), sóknarmanni Sporting, á meðan Manchester City hefur líka sýnt honum áhuga. (Sky Germany)

Mohamed Salah (32), framherji Liverpool, myndi samþykkja eins árs framlenginu á samningi sínum en hann er orðinn verulega pirraður á því hvernig félagið hefur tekist á við viðræðurnar. (Athletic)

Paris Saint-Germain hefur ekki rætt við Salah þrátt fyrir sögur um annað. (Sky Sports)

West Ham er að íhuga að ráða Sergio Conceicao, stjóra Porto, sem eftirmann Julen Lopetegui. (Guardian)

Ruben Amorim, stjóri Man Utd, ætlar að ræða við kantmanninn Amad Diallo (22) um nýjan samning. (Telegraph)

Bayern München hefur hafið viðræður við kantmanninn Leroy Sane (28) um nýjan samning. (Sky Germany)

Leicester er að íhuga að rifta lánssamningi við sóknarmanninn Odsonne Edouard (26) í janúar en hann hefur ekki heillað eftir að hann kom frá Crystal Palace. (Football Insider)

Wayne Rooney er að berjast við að bjarga starfi sínu hjá Plymouth en næstu tveir leikir verða gríðarlega mikilvægir fyrir hann. (Telegraph)

Manchester City er á meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Adam Wharton (20), miðjumanni Crystal Palace. (Mail)

Chelsea gæti leyft kantmanninum Mykhailo Mudryk (23) að fara á láni í janúar. (CaughtOffside)

Real Madrid er að plana að bjóða miðverðinum Raul Asencio (21) nýjan samning með betri kjörum. (Fabrizio Romano)

Aston Villa mun reyna að fá hægri bakvörð í janúarglugganum. (Football Insider)

Tottenham og Newcastle eru á eftir Abdukodir Khusanov (20), miðverði Lens. (Telegraph)

West Ham hefur ákveðið að bjóða Vladimir Coufal (32) nýjan samning í stað þess að losa sig við hann. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner