Íslendingalið Millwall og Burnley komust áfram í næstu umferð enska bikarsins með góðum sigrum í dag.
Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn er Millwall lagði Newport County að velli með þremur mörkum gegn engu á meðan Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fyrri hálfleikinn í sigri Burnley.
Jóhanni var skipt útaf í leikhlé og óljóst er hvort það hafi verið vegna meiðsla eða hvort Sean Dyche sé einfaldlega að hvíla Jóa fyrir næsta leik gegn Chelsea í úrvalsdeildinni.
Staðan var 3-1 þegar Jóa var skipt útaf og urðu lokatölur 4-2.
Newcastle gerði þá jafntefli á útivelli gegn C-deildarliði Rochdale og munu liðin því mætast aftur á St. James' Park.
Miguel Almiron kom Newcastle yfir í fyrri hálfleik en hinn 40 ára gamli Aaron Wilbraham kom inn af bekknum og jafnaði á 79. mínútu. Wilbraham er þar með búinn að skora mark í keppnisleik 22 ár af síðustu 23.
Birmingham sló Blackburn úr leik með sigurmarki á 90. mínútu. Hull gerði svipað á útivelli gegn Rotherham, þar sem Tom Eaves fullkomnaði þrennuna sína með sigurmarki á 93. mínútu.
Bristol City gerði jafntefli við Shrewsbury og munu liðin mætast aftur í Shrewsbury.
Burnley 4 - 2 Peterborough United
1-0 Jay Rodriguez ('8 )
2-0 Erik Pieters ('15 )
3-0 Jeff Hendrick ('23 )
3-1 Ivan Toney ('39 )
4-1 Jay Rodriguez ('52 )
4-2 Ricky-Jade Jones ('77 )
Millwall 3 - 0 Newport
1-0 Matt Smith ('8 )
2-0 Connor Mahoney ('64 , víti)
3-0 Tom Bradshaw ('82 )
Rochdale 1 - 1 Newcastle
0-1 Miguel Almiron ('17 )
1-1 Aaron Wilbraham ('80 )
Birmingham 2 - 1 Blackburn
1-0 Dan Crowley ('5 )
1-1 Adam Armstrong ('61 , víti)
2-1 Jeremie Bela ('90 )
Rautt spjald: Ivan Sunjic, Birmingham ('60)
Bristol City 1 - 1 Shrewsbury
1-0 Famara Diedhiou ('30 )
1-1 Shaun Goss ('48 )
Rotherham 2 - 3 Hull City
0-1 Tom Eaves ('16 )
1-1 Michael Smith ('20 )
2-1 Kyle Vassell ('43 )
2-2 Tom Eaves ('66 )
2-3 Tom Eaves ('93)
Rautt spjald: Adam Thompson, Rotherham ('24)
Athugasemdir