Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. janúar 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea reynir að ræna Mudryk af Arsenal
Powerade
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: EPA
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: Getty Images
Illan Meslier.
Illan Meslier.
Mynd: Getty Images
Janúarglugginn er opinn og hér er slúðrið. Mudryk, Fernandez, Depay, Wan-Bissaka, Schade, Meslier, Marquinhos og fleiri í pakkanum í dag.

Chelsea ætlar að gera lokatilraun til að fá úkraínska vængmanninn Mykhaulo Mudryk (21) frá Shaktar Donetsk. Mudryk hefur þegar gert munnlegt samkomulag við Arsenal um kaup og kjör en Arsenal ekki náð samningum við Shaktar. (Sun)

Chelsea er hikandi við að ganga að 106 milljóna punda riftunarákvæði í samningi argentínska miðjumannsins Enzo Fernandez (21) hjá Benfica. Portúgalska félagið vill að ákvæðið verði greitt að fullu ef Enzo verður seldur. (Telegraph)

Chelsea og Benfica voru í viðræðum fram á nótt en hafa ekki náð samkomulagi um lykilatriði. Viðræður halda áfram í dag. (Fabrizio Romano)

Hollenski miðjumaðurinn Memphis Depay (28) hefur verið orðaður við endurkomu til Manchester United en Xavi, stjóri Barcelona, vill halda honum á Nývangi. (Metro)

Manchester United gæti enn selt enska varnarmanninn Aaron Wan-Bissaka (25) í janúar, þrátt fyrir fína frammistöðu hans að undanförnu. (Athletic)

Tottenham mun í dag ræða við Sporting Lissabon um möguleg kaup á spænska hægri bakverðinum Pedro Porro (23) og enska miðjumanninum Marcus Edwards (23). (Mail)

Newcastle United er hætt að horfa til franska sóknarmannsins Marcus Thuram (25) hjá Borussia Mönchengladbacj. Eddie Howe er með aðrar stöður í forgangi. (Football Insider)

Bayern München, Newcastle, Paris St-Germain og Liverpool munu berjast um franska miðjumanninn Manu Kone (21) hjá Borussia Mönchengladbach. (Fabrizio Romano)

Brentford er nálægt því að fá þýska framherjann Kevin Schade (21) frá Freiburg en hann hefur þegar staðist læknisskoðun. (Times)

Skoski framherjinn Aaron Pressley (21) hjá Brentford hefur samþykkt að ganga í raðir Accrington Stanley á lánssamningi. (Football Insider)

Chelsea, Newcastle United og Bayern München hafa áhuga á Illan Meslier (22), markverði Leeds United. Leeds vill þó ekki selja Frakkann. (RMC Sport)

Brendan Rodgers stjóri Leicester vonast enn til þess að félagið geti komist að samkomulagi við belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (25) sem verður samningslaus í sumar. (Goal)

Arsenal er tilbúið að selja portúgalska hægri bakvörðinn Cedric Soares (31) en launakröfur hans hindra skipti til Fulham. (Evening Standard)

Middlesbrough er í viðræðum um að fá Cameron Archer (21), enska sóknarmanninn hjá Aston Villa, lánaðan út tímabilið. (TeamTalk)

Southampton er nálægt því að gera 7,5 milljóna punda samkomulag við Dinamo Zagreb um kaup á króatíska miðjumanninum Mislav Orsic (30). (Sun)

Enski varnarmaðurinn Michael Keane (29) hjá Everton hefur áhuga á að fara til West Ham í janúar. (Givemesport)

Southampton ætlar að gera tilboð í Carlos Alcaraz (20) hjá Racing Club í Argentínu í þeirri von að styrkja liðið í baráttunni um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. (Telegraph)

Manchester City ætlar að verðlaun Rico Lewis (18) fyrir frammistöðuna með nýjum samningi. (Mail)

Brasilíski varnarmaðurinn Marquinhos (28) ætlar að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Paris St-Germaun. (Le Parisien)
Athugasemdir
banner
banner