PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 04. febrúar 2024 11:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Bold.dk 
Stefán ekki svekktur út í Silkeborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Silkeborg hafnaði tilboði belgíska liðsins Kortrijk í Stefán Teit Þórðarson í janúar. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki vera svekktur út í félagið.

Hann á innan við ár eftir af samningi sínum hjá Silkeborg.


„Félögin ræddu sín á milli og svo heyrði ég að tilboð hafi borist sem félagið hafnaði. Nú er kominn febrúar og ég er hættur að hugsa um þetta. Ég er ekki svekktur. Ef maður horfir á stóru myndina, ef ég held áfram að spila verð ég í góðri stöðu í sumar." sagði Stefán Teitur.

Stefán segir að danska félagið félagið hafi farið vel yfir það hvort þetta skref væri gott fyrir hann og félagið.

„Við erum í undanúrslitum bikarsins og erum að berjast um að ná topp sex í deildinni, félagið ákvað að ég yrði partur af því og ég ber fulla virðingu fyrir því," sagði Stefán.

„Það eru kostir og gallar við að fara til Kortrijk núna. Þeir eru í erfiðri stöðu svo það hefði verið erfitt. En ég þekki að sjálfsögðu Frey Alexanderson og hann er frábær þjálfari. Belgíska deildin er líka sterk, örlítið stærri en danska en það skipti ekki máli. Við sjáum til hvað gerist."


Athugasemdir
banner
banner
banner