Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. mars 2023 17:24
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Þægilegt fyrir FHL gegn Fram
Úr leik liðanna sumarið 2021.
Úr leik liðanna sumarið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FHL 4 - 1 Fram
1-0 Ársól Eva Birgisdóttir ('23 )
2-0 Ársól Eva Birgisdóttir ('31 )
3-0 Björg Gunnlaugsdóttir ('67 )
4-0 Íris Vala Ragnarsdóttir ('70 )
4-1 Ólína Sif Hilmarsdóttir ('84 )


Sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði rúllaði yfir Fram í Lengjubikar kvenna í dag.

Ársól Eva Birgisdóttir skoraði tvennu í fyrri hálfleik áður en Björg Gunnlaugsdóttir og Íris Vala Ragnarsdóttir gerðu út um viðureignina í þeim síðari.

Ólína Sif Hilmarsdóttir minnkaði muninn fyrir Fram undir lokin en lokatölur urðu 4-1.

Liðin munu mætast í Lengjudeildinni í sumar eftir að FHL endaði um miðja deild í fyrra og Fram vann 2. deildina.

Liðin mættust í eina leik dagsins í B-deild Lengjubikars kvenna. Þar er FHL með þrjú stig eftir tvær umferðir á meðan Fram er án stiga og með markatöluna 1-10.


Athugasemdir
banner
banner
banner