Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 04. mars 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rúmur áratugur síðan Arsenal átti svipaða endurkomu
Mynd: EPA

Topplið Arsenal lenti óvænt tveimur mörkum undir þegar liðið tók á móti fallbaráttuliði Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Ungt lið Arsenal sýndi mikinn karakter til að jafna leikinn og gera svo sigurmark á lokasekúndum uppbótartímans.

Arsenal er ekki þekkt fyrir að takast að koma til baka eftir að hafa lent undir í úrvalsdeildarleikjum sínum, enda segir tölfræðin að þetta sé í fyrsta sinn í rúman áratug sem Arsenal vinnur úrvalsdeildarleik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Það gerðist síðast í febrúar 2012 þegar Arsenal vann 5-2 gegn Tottenham eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Arsenal hefur lent tveimur mörkum undir í 65 úrvalsdeildarleikjum í millitíðinni án þess að eiga vel heppnaða endurkomu. Þeim leikjum hefur flestum lokið með töpum en liðið náði þó einhverjum jafnteflum.

Mikel Arteta knattspyrnustjóra hefur tekist að breyta hugarfarinu innan búningsklefans. Arsenal er búið að vinna upp 15 úrvalsdeildarstig úr leikjum sem liðið hefur lent undir í það sem af er tímabils.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner