banner
   sun 04. apríl 2021 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsta tap Bayern í eitt og hálft ár - Sverrir fékk gult og Oliver kom við sögu
Sverrir lék í hjarta varnarinnar
Sverrir lék í hjarta varnarinnar
Mynd: Getty Images
Karólína var á bekknum
Karólína var á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn þegar PAOK tapaði 3-0 á útivelli gegn Panathinaikos í efri-hluta umspilinu í Grikklandi.

Frederico Macheda, fyrrum leikmaður Manchester United, skoraði eitt marka Panathinaikos. Sverrir fékk að líta gula spjaldið á 77. mínútu leiksins. PAOK er í 3. sæti deildarinnar með stigi meira en Panathinaikos. Aris er í 2. sætinu og Olympiakos er langefst, með tuttugu stiga forskot á PAOK.

Í Þýskalandi mættust Wolfsburg og Bayern Munchen í undanúrslitum þýska bikarsins. Toppiðið mætti þar liðinu í 2. sæti deildarinnar. Wolfsburg vann leikinn 2-0 og mætir Alexöndru Jóhannsdóttur og stöllum hennar í úrslitaleik keppninnar.

Það voru þær Alexandra Popp og Ewa Pajor sem skoruðu mörk Wolfsburg í fyrri hálfleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom ekki við sögu í leiknum en hún er leikmaður Bayern.

Tap Bayern var fyrsta tap liðsins síðan gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ágúst. Liðið hafði unnið alla sína leiki frá þeim leik. Síðustu stig sem Bayern hefur tapað heima fyrir töpuðust gegn Wolfsburg í júlí síðasta sumar. Liðið hefur ekki tapað stigi í deildinni á leiktíðinni en það telur ekkert í bikarnum.

Síðasta tap Bayern í Þýskalandi kom í nóvember 2019 þegar Wolfsburg vann útisgur í Munchen.

Oliver Stefánsson lék þá síðasta stundarfjórðunginn þegar IFK Norrköping vann Eskilstuna 0-2 í æfingaleik.

Þeir Ari Freyr Skúlason, Finnur Tómas Pálmason og Ísak Bergmann Jóhannesson voru ekki í leikmannahópi Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner
banner