Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
   þri 04. apríl 2023 22:58
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir
Höskuldur skorar úr vítinu.
Höskuldur skorar úr vítinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þessi leikur bar það með sér að menn tóku honum alvarlega, bæði lið, harka og nóg af spjöldum með áhorfendur og flóðljós. Þetta var sterk frammistaða og gott að taka þetta með sér inní mótið.“
Sagði fyrirliði Breiðabliks Höskuldur Gunnlaugsson eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í árlegum leik um titilinn Meistarar meistaranna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Blikar höfðu tögl og haldir að mestu í leiknum í kvöld en ljóst þó að leikur liðsins hefur talsvert breyst frá því í fyrra sem vænta má þegar leikmenn hafa farið og aðrir komið inn í þeirra stað.

„Ég er sammála því sem að Óskar sagði um daginn að það er klárlega "potential" í að þetta lið taki næsta skref. Menn sem hafa komið inn hafa hækkað ránna með aukinni samkeppni, með vilja og góðir karakterar. Bara eins og Patrik og Gústi í dag bara frábærir og Arnór Sveinn sömuleiðis og þetta lítur bara vel út. “

Eins og stundum áður hitnaði heldur í kolunum á milli leikmanna þegar líða fór á leikinn en talsvert hefur verið um pústra á milli manna í leikjum Breiðabliks og Víkinga undanfarin ár.

„Þetta er bara viðingin á milli liðanna að taka hvort annað alvarlega. Það er fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir. Það hefur verið ákveðinn rimma milli þessara liða síðustu ár og skapast einhver skemmtileg saga og góð einvígi. Og ég held að það sé bara fagnaðarefni fyrir alla.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner