Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   þri 04. apríl 2023 22:58
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir
Höskuldur skorar úr vítinu.
Höskuldur skorar úr vítinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þessi leikur bar það með sér að menn tóku honum alvarlega, bæði lið, harka og nóg af spjöldum með áhorfendur og flóðljós. Þetta var sterk frammistaða og gott að taka þetta með sér inní mótið.“
Sagði fyrirliði Breiðabliks Höskuldur Gunnlaugsson eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í árlegum leik um titilinn Meistarar meistaranna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Blikar höfðu tögl og haldir að mestu í leiknum í kvöld en ljóst þó að leikur liðsins hefur talsvert breyst frá því í fyrra sem vænta má þegar leikmenn hafa farið og aðrir komið inn í þeirra stað.

„Ég er sammála því sem að Óskar sagði um daginn að það er klárlega "potential" í að þetta lið taki næsta skref. Menn sem hafa komið inn hafa hækkað ránna með aukinni samkeppni, með vilja og góðir karakterar. Bara eins og Patrik og Gústi í dag bara frábærir og Arnór Sveinn sömuleiðis og þetta lítur bara vel út. “

Eins og stundum áður hitnaði heldur í kolunum á milli leikmanna þegar líða fór á leikinn en talsvert hefur verið um pústra á milli manna í leikjum Breiðabliks og Víkinga undanfarin ár.

„Þetta er bara viðingin á milli liðanna að taka hvort annað alvarlega. Það er fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir. Það hefur verið ákveðinn rimma milli þessara liða síðustu ár og skapast einhver skemmtileg saga og góð einvígi. Og ég held að það sé bara fagnaðarefni fyrir alla.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner