Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 04. apríl 2023 22:58
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir
Höskuldur skorar úr vítinu.
Höskuldur skorar úr vítinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þessi leikur bar það með sér að menn tóku honum alvarlega, bæði lið, harka og nóg af spjöldum með áhorfendur og flóðljós. Þetta var sterk frammistaða og gott að taka þetta með sér inní mótið.“
Sagði fyrirliði Breiðabliks Höskuldur Gunnlaugsson eftir 3-2 sigur Blika á Víkingum í árlegum leik um titilinn Meistarar meistaranna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Blikar höfðu tögl og haldir að mestu í leiknum í kvöld en ljóst þó að leikur liðsins hefur talsvert breyst frá því í fyrra sem vænta má þegar leikmenn hafa farið og aðrir komið inn í þeirra stað.

„Ég er sammála því sem að Óskar sagði um daginn að það er klárlega "potential" í að þetta lið taki næsta skref. Menn sem hafa komið inn hafa hækkað ránna með aukinni samkeppni, með vilja og góðir karakterar. Bara eins og Patrik og Gústi í dag bara frábærir og Arnór Sveinn sömuleiðis og þetta lítur bara vel út. “

Eins og stundum áður hitnaði heldur í kolunum á milli leikmanna þegar líða fór á leikinn en talsvert hefur verið um pústra á milli manna í leikjum Breiðabliks og Víkinga undanfarin ár.

„Þetta er bara viðingin á milli liðanna að taka hvort annað alvarlega. Það er fullt kapp lagt í hvern einasta leik og stolt undir. Það hefur verið ákveðinn rimma milli þessara liða síðustu ár og skapast einhver skemmtileg saga og góð einvígi. Og ég held að það sé bara fagnaðarefni fyrir alla.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner