Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. maí 2021 10:45
Ívan Guðjón Baldursson
Fonseca hættir hjá Roma eftir tímabilið (Staðfest)
Fonseca rennur út á samningi í sumar og verður sá samningur ekki endurnýjaður eftir slakt gengi.
Fonseca rennur út á samningi í sumar og verður sá samningur ekki endurnýjaður eftir slakt gengi.
Mynd: Getty Images
AS Roma er búið að staðfesta að Paulo Fonseca aðalþjálfari muni hætta störfum að tímabili loknu.

Hinn 38 ára gamli Fonseca tók við Roma fyrir tveimur árum en tókst ekki að vinna neitt með félaginu.

Roma náði 5. sæti í deildinni í fyrra en er í baráttu um sjöunda sætið í ár. Það þykir ekki nægilega góður árangur og því er Fonseca farinn.

Fonseca stýrði Shakhtar Donetsk í þrjú ár áður en hann tók við Roma. Þar áður stýrði hann meðal annars Porto og Braga í portúgalska boltanum.

Maurizio Sarri er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið í Róm.

Roma er í undanúrslitum Evrópudeildarinnar þar sem liðið er 6-2 undir gegn Manchester United fyrir seinni leikinn sem fer fram í Róm.
Athugasemdir
banner
banner
banner