,,Það er mikilvægt að vinna leiki þar sem maður er ekki að spila sinn besta leik," sagði Theódór Elmar Bjarnason eftir 1-0 sigurinn á Eistum í kvöld.
,,Við vorum að reyna nýja uppspilstækni með því að fara hátt upp með bakverðina og mér fannst að ganga ágætlega."
,,Það sást alveg að þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem við vorum að gera það. Þetta var ekki alveg 100% og tempóið ekki nógu gott en það er létt að gleyma því þegar maður vinnur."
Theodór Elmar Bjarnason fékk að spreyta sig í hægri bakverðinum eins og gegn Wales í mars.
,,Mér fannst ég eiga fínan fyrri hálfleik en síðan voru tvö atriði þar sem ég sleppti honum inn fyrir mig og það skapaðist hætta. Mér finnst það nokkuð eðlilegt miðað við að þetta er annar leikur minn í stöðunni. Mér finnst ég vera á uppleið og vonandi fæ ég fleiri tækifæri."
Hér að ofan má jsá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir