Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   þri 04. júní 2024 09:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Risatilboð í Casemiro - Summerville til Liverpool
Powerade
Alisson Becker.
Alisson Becker.
Mynd: EPA
Summerville og Bamford.
Summerville og Bamford.
Mynd: Getty Images
Nketiah var ekki í stóru hlutverki í vetur.
Nketiah var ekki í stóru hlutverki í vetur.
Mynd: EPA
Casemiro til Sádi?
Casemiro til Sádi?
Mynd: EPA
Dybala í ensku úrvalsdeildina?
Dybala í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: EPA
Það er nóg slúðrað í erlendum miðlum. BBC tekur það helsta í slúðurheimum saman og er pakkinn í boði Powerade.



Alisson (31) markvörður Liverpool er eitt aðalskotmark deildarinnar í Sádi-Arabíu í sumar. (Teamtalk)

Aston Villa er að ganga frá kaupum á Ross Barkley (30) á 5 milljónir punda frá Luton. (Talksport)

Arsenal mun leyfa Eddie Nketiah (24) að fara í sumar. Fulham er tilbúið að bjóða um 30 milljónir punda fyrir framherjann. Crystal Palace, Wolves og Everton hafa einnig áhuga. Sala á Nketiah getur fjármagnað kaup á Benjamin Sesko (21) frá Leipzig. (Sun)

Arsenal er einnig tilbúið að hlusta á tilboð í Oleksandr Zinchenko (27) sem hefur verið orðaður við Bayern Munchen. (Football Insider)

Crysencio Summerville (22) hjá Leeds er skotmark Liverpool. Hann kostar um 30 milljónir punda. (Mirror)

Sunderland er ákveðið í því að selja ekki Jobe Bellingham (18) í sumar. Tottenham, Brentford og Crystal Palace hafa öll áhuga á miðjumanninum. (Guardian)

Man Utd og Liverpool fylgjast bæði með Goncalo Inacio (22) miðverði Sporting. (Fabrizio Romano)

Real Madrid hefur virkjað kaupákvæði í lánssamningi Joselu (34). Hann var á láni frá Espanyol í vetur. (Athletic)

Liverpool er að skoða kaup á nýjum varnarsinnuðum miðjumanni. Wataru Endo (31) var einungis fenginn til að brúa bilið. (Football Insider)

Dortmund hefur ekki forkaupsrétt á Ian Maatsen (22) sem var á láni hjá félaginu frá Chelsea í vetur. Vinstri bakvörðurinn er með 35 milljóna punda riftunarákvæði. Bayern Munchen og Dortmund hafa áhuga. (Mail)

Jadon Sancho (24) vonast eftir því að Dortmund nái að fá sig alfarið frá Man Utd í sumar. (Star)

Man Utd mun missa Omari Forson (19) frá sér. Miðjumaðurinn hafnaði nýjum samningi frá félaginu. (Mail)

San Diego í MLS deildinni er að fá Hirving Lozano (28) frá PSV. (ESPN)

AC Milan ætlar að fá Paulo Fonseca (51) til að taka við af Stefano Pioli. Fonseca stýrði Lille í vetur. (Gazzettan)

Burnley hefur sett sig í samband við Alan Pardew, fyrrum stjóra West Ham, Newcastle og Crystal Palace, til að taka við af Vincent Kompany. (Sun)

Paulo Dybala (30) er opinn fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina í sumar. Hann er fáanlegur á 12 milljónir evra frá Roma. (Sky Sports)

Bayern Munchen er ekki að reyna fá Bruno Fernandes (29) fyrirliða Manchester United. Bayern er með þá Jamal Musiala og Thomas Muller í 'tíu' hlutverkinu. Bayern hefur hins vegar áhuga á Xavi Simons, hjá PSG. (Sky í Þýskalandi)

Casemiro (32) er orðaður við Al Nassr í Sádi-Arabíu. Félagið er sagt íhuga 85 milljóna punda tilboð í miðjumanninn. (Sky Sports).

Antonio Conte vonast til að fá Romelu Lukaku (31) til Napoli. Conte og Lukaku unnu saman hjá Inter þegar liðið varð meistari 2021, en framherjinn er enn í eigu Chelsea. Conte hefur einnig áhuga á Allesandro Buongiorno (24) og Artem Dovbyk (26).

AC Milan hefur áhuga á Emerson Royal (25) bakverði Tottenham en verðmiðinn, 21 milljón punda, er aðeins of hár. Milan hefur einnig áhuga á Matty Cash (26) hjá Aston Villa.

Juventus hefur áhuga á Douglas Luiz (26) miðumanni Aston Villa. Juventus hefur ekki mikið á milli handanna og gæti verið tilbúið í að bjóða Weston McKennie (25) í skiptum. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner