Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Fyrsta aukaspyrnumark Ronaldo kom í grannaslagnum
Auðvelt fyrir Juventus gegn Torino.
Auðvelt fyrir Juventus gegn Torino.
Mynd: Getty Images
Juventus 4 - 1 Torino
1-0 Paulo Dybala ('3 )
2-0 Juan Cuadrado ('29 )
2-1 Andrea Belotti ('45 , víti)
3-1 Cristiano Ronaldo ('61 )
4-1 Koffi Djidji ('87 , sjálfsmark)

Juventus vann frekar auðveldan sigur á nágrönnum sínum í Torino í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Paulo Dybala kom Juve yfir snemma leiks og bætti Juan Cuadrado við öðru marki þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Andrea Belotti náði að klóra í bakkann fyrir Torino með vítaspyrnu fyrir hálfleik, en í seinni hálfleiknum gengu heimamenn frá leiknum.

Cristiano Ronaldo skoraði þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum. Markið kom beint úr aukaspyrnu og er það fyrsta aukaspyrnumark Ronaldo í ítölsku úrvalsdeildinni.

Lokamarkið í leiknum var svo sjálfsmark á 87. mínútu og lokatölurnar 4-1 fyrir Juventus.

Juventus er með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar, en Lazio getur minnkað þá forystu síðar í kvöld. Torino er í 15. sæti, sex stigum frá fallsæti.

Mark Ronaldo má sjá hérna.

Leikir kvöldsins:
17:30 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Lazio - Milan (Stöð 2 Sport 2)


Athugasemdir
banner
banner
banner