Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   lau 04. júlí 2020 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Stundum er skákin misjöfn
Rúnar Kristinsson hugar að Davíð Atlasyni eftir meiðsli í kvöld.
Rúnar Kristinsson hugar að Davíð Atlasyni eftir meiðsli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-0 sigri gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Víkingur R.

„Við unnum góðan sigur eftir að hafa verið undir lengi vel í fyrri hálfleik, jafnvel þótt að við vorum manni fleiri þá gekk okkur bölvanlega að skapa eitthvað og búa til. Ég var ekki alveg sáttur með spilamennskuna," sagði Rúnar.

„Við spiluðum mjög vel upp á Skaga og unnum sannfærandi sigur þar. Við komum hingað og spilum gegn liði sem er spáð Íslandsmeistaratitli af mörgum, frábært lið og spilar góðan fótbolta. Þetta er öðruvísi leikur, lokaður leikur. Stundum er skákin misjöfn. Við lentum í vandræðum því Víkingar pressuðu vel á okkur og lokuðu á okkar uppspil. Við náðum engu floti í okkar leik og vorum slakir heilt yfir."

Víkingar misstu þrjá menn af velli með rautt spjald og segir Rúnar: „Við fyrstu sýn fannst mér þetta vera rautt, öll þrjú. En það verða einhverjir aðrir að dæma um það."

„Skelfileg tækling frá Halldóri í restina með tvær fætur á lofti og hann fer í gegnum manninn. Við erum heppnir ef Kennie verður ekki lengi frá."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner