Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 04. júlí 2020 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Stundum er skákin misjöfn
Rúnar Kristinsson hugar að Davíð Atlasyni eftir meiðsli í kvöld.
Rúnar Kristinsson hugar að Davíð Atlasyni eftir meiðsli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-0 sigri gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Víkingur R.

„Við unnum góðan sigur eftir að hafa verið undir lengi vel í fyrri hálfleik, jafnvel þótt að við vorum manni fleiri þá gekk okkur bölvanlega að skapa eitthvað og búa til. Ég var ekki alveg sáttur með spilamennskuna," sagði Rúnar.

„Við spiluðum mjög vel upp á Skaga og unnum sannfærandi sigur þar. Við komum hingað og spilum gegn liði sem er spáð Íslandsmeistaratitli af mörgum, frábært lið og spilar góðan fótbolta. Þetta er öðruvísi leikur, lokaður leikur. Stundum er skákin misjöfn. Við lentum í vandræðum því Víkingar pressuðu vel á okkur og lokuðu á okkar uppspil. Við náðum engu floti í okkar leik og vorum slakir heilt yfir."

Víkingar misstu þrjá menn af velli með rautt spjald og segir Rúnar: „Við fyrstu sýn fannst mér þetta vera rautt, öll þrjú. En það verða einhverjir aðrir að dæma um það."

„Skelfileg tækling frá Halldóri í restina með tvær fætur á lofti og hann fer í gegnum manninn. Við erum heppnir ef Kennie verður ekki lengi frá."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner