Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 04. ágúst 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður ÍA tekur við sem þjálfari Kára (Staðfest)
Droste í leik með ÍA í sumar.
Droste í leik með ÍA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hollendingurinn Wout Droste hefur verið ráðinn þjálfari Kára sem leikur í 3. deild karla.

Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, þjálfaði liðið í byrjun sumars en ákvað svo að stíga til hliðar til að einbeita sér að öðrum verkefnum.

Teitur Pétursson hefur síðustu vikur verið að þjálfa liðið með aðstoð frá Andra Júlíussyni og Ingimar Elí Hlynssyni.

„Wout er reynslumikill leikmaður sem hefur spilað stóran hluta ferilsins í efstu deild í Hollandi. Hann er með mikinn áhuga á þjálfun og mun hann klára tímabilið með Kára," segir í tilkynningu frá Kára.

Droste er leikmaður ÍA og hefur hann spilað þrjá leiki með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

Kári er þessa stundina í sjötta sæti 3. deildar.
Athugasemdir
banner
banner