Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 04. ágúst 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur Gunnars spáir í 18. umferð Bestu
Valur Gunnarsson.
Valur Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Smit skemmtir sér vel í dalnum.
Smit skemmtir sér vel í dalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson stýrir Fram gegn uppeldisfélaginu sínu, Fylki.
Ragnar Sigurðsson stýrir Fram gegn uppeldisfélaginu sínu, Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður þjóðhátíðarstemning í Bestu deildinni á morgun er ÍBV og Stjarnan eigast við í Vestmannaeyjum. Það er fyrsti leikurinn í 18. umferð Bestu deildarinnar sem verður einnig spiluð sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Við fengum fyrrum markvörðinn Val Gunnarsson, sem hefur slegið í gegn í Innkastinu, til að spá í leikina sem framundan eru. Valur er einnig hluti af hlaðvarpinu Tíu Jardarnir sem fjallar um NFL, amerískan fótbolta, og hvetjum við alla til að fylgjast með því.

ÍBV 2 - 0 Stjarnan (14:00 á morgun)
Þjóðhátíðarleikurinn er þokkalega áhugaverður í ár. Ungir og heitir Stjörnumenn mæta til Eyja en því miður fyrir þá fara þeir bara heim, vonandi ekki strax eftir leik, með reynslu og upplifun því þetta svakalega rönn þeirra á útvelli (tvö jafntefli) endar hérna og heimamenn vinna þetta nokkuð þægilega 2-0. Enginn skemmtir sér betur en Hemmi í dalnum, fyrir utan mögulega Guy Smit.

Breiðablik 3 - 1 KR (14:00 á sunnudag)
Eftir að hafa horft á KR gegn Val um daginn sé ég ekki hvernig þeir eiga að fara á útivöll gegn Breiðabliki og fá eitthvað úr þeim leik. Blikar dottnir úr Meistaradeildinni og það eru góðir fimm dagar í næsta Evrópuleik þannig að þeir fara „all in“ í þennan og vinna 3-1 heimasigur. Jardinn Kiddi Steindórs setur allavega tvö.

Valur 3 - 1 KA (16:00 á mánudaginn)
Þetta er stórskrítið tímabil hjá KA. Ætluðu að vinna deildina en eru í 7. sæti sem stendur. Samt brosa menn hringinn fyrir Norðan ennþá í Evrópu og í bikarúrslitum. Með Dusan og hinn magnaða Birgi Baldvinsson í skammarkróknum verður þetta þó erfitt gegn Sigga Hö og co sem mega ekki misstíga sig í eltingaleiknum við Víkinga. 3-1 heimasigur.

Fram 2 - 2 Fylkir (19:15 á þriðjudaginn)
Ragga Sig slagurinn er ROSALEGUR þetta árið. Það hefði verið sterkt fyrir Fram að vera búnir að ráða þjálfara fyrir þennan leik til að fá þetta „nýja brum“ sem fylgir oft þjálfaraskiptum því þetta er ansi mikilvægur leikur. Þetta verður stál í stál. Eftir rólega byrjun fer allt af stað í seinni hálfleik. Árbæjarbarnið Óskar Borgþórsson skorar eitt og leggur upp annað en Fred og okkar besti Tóti Guðjóns skora fyrir heimamenn. 2-2.

FH 1 - 2 Víkingur R. (19:15 á þriðjudaginn)
Hliðið er opið í Hafnarfirði en því miður fyrir Víkinga leiðir það beint á rennisléttan grasvöll þar sem leikurinn mun fara fram. Mig langar að spá óvæntum heimasigri hérna en ég á bara erfitt með að sjá Víkinga tapa fótboltaleik í dag. Þessi leikur fer 1-2 fyrir Víkinga. Sé í fljótu bragði ekki hverjir skora fyrir Víkinga en það verður annað hvort Gyrðir Hrafn eða Vuk Oskar sem skorar fyrir FH. Líklega Gyrðir. Arnar kvartar yfir frábærum vellinum eftir leik en pragmatíkin mun klára þetta að lokum.

HK 0 - 0 Keflavík (19:15 á miðvikudaginn)
Við endum þessa fimm daga umferð á konfekti í Kórnum: HK – Keflavík! Það er stígandi í þessu Keflavíkur liði eftir að Kamel kom til baka og það má segja að þeir hafi verið frekar óheppnir undanfarið. EN þeir verða að fara að vinna leiki til að gera þetta smá spennandi fyrir Keflvíkinga. Það gerist ekki í þessum leik því Ómar og félagar munu sigla inn 5. jafnteflinu í röð: 0-0.

Fyrri spámenn:
Júlli Magg (5 réttir)
Sam Hewson (5 réttir)
Arnór Gauti (4 réttir)
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stöðutöfluna í deildinni eins og hún er núna.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner