Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist hafa ómælda trú á Enzo Maresca sem nýjan stjóra Chelsea. Man City vann Chelsea í nótt 4-2 en margar gagnrýnisraddir hafa sprottið upp í sumar þar sem úrslit Chelsea á undirbúningstímabilinu hafa ekki verið góð.
En leikmenn Chelsea gerðu sig seka um stór mistök í öllum fjórum mörkunum sem þeir fengu á sig.Malo Gusto, Levi Colwill, Tosin Adarabioyo, Moises Caicedo og Sterling áttu erfiðan leik.
Guardiola kom vini sínu Maresca, sem starfaði hjá City sem aðstoðarstjóri 12 mánuði, til bjargar.
Katalónski þjálfarinn sagði:
‚Þessi mörk komu útaf gæði vallarins. Á eðlilegum velli hefðum við ekki skorað þessi mörk. Á Stamford Bridge hefðum við ekki skorað þessi mörk.‘ sagði Gaurdiola og hélt svo áfram.
‚Í seinna lagi sé ég hvað Enzo vill gera og ég dýrka það. Ég mun ekki kvarta því hann er vinur minn og hefur hjálpað mér að vinna þrennuna. Ég sé hvað hann vill gera með liðið. Það verður bara erfiðara fyrir okkur að heimsækja Stamford Bridge núna eftir hans komu.‘ sagði stjóri City.
Fyrsti leikur Manchester City í ensku úrvalsdeildinni er gegn Chelsea á Stamford Bridge en næsti leikur þeirra er á Wembley leikvangnum gegn Manchester United í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldin.