Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 04. ágúst 2024 09:00
Sölvi Haraldsson
Mateta á förum?
Mateta átti frábært tímabil í fyrra.
Mateta átti frábært tímabil í fyrra.
Mynd: Getty Images

Jean-Philippe Mateta gæti verið á förum frá Selhurst Park í sumar en það eru mörg lið á eftir franska framherjanum.


Mateta kom til Crystal Palace frá Mainz árið 2021. Hann skoraði 9 mörk í 60 leikjum á hans fyrstu tveimur tímabilum fyrir félagið. Á seinasta tímabili tók hann miklum framförum og skoraði 19 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum, 16 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 

Hann er á Ólympíuleikunum með franska landsliðinu í dag en hann er búinn að skora tvö mörk á mótinu til þessa.

Chelsea hefur áhuga á framherjanum ásamt RB Leipzig sem eru að undirbúa tilboð í hann.

Napoli eru hins vegar að horfa til Mateta sem eftirmann Osimhen hjá félaginu en hann gæti verið á förum á næstunni. Chelsea er líklegasti áfangastaðurinn.

Ernirnir vilja ekki missa Mateta þar sem þeir hafa enn ekki fundið arftakan hans. Líklegt er að Palace bjóði honum upp á nýjan og endurbættan samning áður en glugginn lokar og reynir að halda honum þannig hjá félaginu.

Franski framherjinn Odsonne Edouard óskar þá eftir nýjum samningi en samningsviðræður eru ekki byrjaðar milli hans og Crystal Palace.


Athugasemdir
banner