Joao Felix er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Atletico Madrid en þeir létu hann heyra það þegar hann skoraði í 3-1 sigri gegn Getafe í æfingaleik í gær.
Felix lenti upp á kant við Diego Simeone, stjóra liðsins, og hefur verið á láni frá liðinu undanfarin tvö tímabil, fyrst hjá Chelsea og svo hjá Barcelona.
Hann skoraði annað mark liðsins og í kjölfarið sungu nokkrir stuðningsmenn liðsins ljóta söngva til hans.
Útlit er fyrir að hann sé í áætlunum Simone á næstu leiktíð þangað til annað kemur í ljós. Hann hefur verið valinn í æfingahóp liðsins sem heldur til Hong Kong og mætir þar heimamönnum í Kitchee á miðvikudag. Undirbúningstímabilinu hjá Atletico lýkur síðan í Svíþjóð þar sem liðið mætir Juventus á sunnudaginn.
???????????? Insults from a small part of Atlético Madrid’s fans against Joao Félix: “Ese portugués, hijo p*ta es (That Portuguese, son of a b*tch).”@marqoss
— Atletico Universe (@atletiuniverse) August 3, 2024
pic.twitter.com/6lN6197Cr4