mið 04. september 2019 09:12
Magnús Már Einarsson
Liverpool skoðar markvörð - Eriksen til Man Utd?
Powerade
Fer Eriksen til Manchester United í janúar?
Fer Eriksen til Manchester United í janúar?
Mynd: Getty Images
Willian er orðaður við Juventus.
Willian er orðaður við Juventus.
Mynd: Getty Images
Þó allir félagaskiptagluggar séu lokaðir þá klikka ensku slúðurblöðin ekki á að koma með gott slúður.



Manchester United ætlar að reyna að kaupa Christian Eriksen (27) frá Tottenham í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar. (Sun)

Manchester United fær samkeppni frá Inter um Eriksen. (Express)

Tottenham vill fá Steven Sessegnon (19) frá Fulham, mánuði eftir að félagið keypti tvíburabróður hans Ryan á 25 milljónir punda. Steven getur leyst allar stöður í vörninni og spilað á miðju einnig. (Sun)

Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, vill fá Willian (31) frá sínu fyrrum félagi Chelsea. (Express)

Liverpool er að skoða Uguran Cakir (23) markvörð Trabzonspor en hann er metinn á fjórtán milljónir punda. Njósnarar Liverpool sáu Cakir í 1-1 jafntefli gegn Fenerbahce um helgina. (Mail)

Liverpool og Chelsea eru á höttunum á eftir Joe Gelhardt (17) framherja Wigan. (Mirror)

Tilraunir Bayern Munchen til að fá Leroy Sane (23) frá Manchester City gengu ekki upp í sumar þar sem launakröfur leikmannsins voru of miklar. (Manchester Evening News)

Chris Smalling gæti verið áfram hjá Roma á næsta tímabili en hann er hjá félaginu á láni frá Manchester United. (Manchester Evening News)

Hatem Ben Arfa (32) er ennþá félagslaus en hann segist hafa hafnað nokkrum tilboðum í sumar. (Mail)

Nígería vill fá Tammy Abraham (21) í landslið sitt. Abraham ætlar að gefa svar fyrir apríl á næsta ári en hann getur enn skipt um landslið þó hann eigi tvo vináttuleiki að baki með Englendingum. (Express)

Michael Owen segir í ævisögu sinni að David Beckham hafi eyðilagt fyrir öllu liðinu þegar hann fékk rauða spjaldið gegn Argentínu á HM 1998. (Mirror)

Wolves ætlar að heiðra framherja sinn Raul Jimenez (28) með því að hafa nýja þriðja búning félagsins grænan eins og landsliðstreyja Mexíkó. (Express & Star)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, brjálaðist inn í klefa eftir 1-1 jafnteflið gegn Southampton um helgina og sagði frammistöðu leikmanna vera grín. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner