Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. september 2019 17:33
Elvar Geir Magnússon
Ondo rekinn frá Aftureldingu
Loic Ondo, fyrirliði Aftureldingar.
Loic Ondo, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur sagt upp samningi Loic Ondo fyrirliða liðsins en frá þessu er greint á Vísi.

Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, staðfesti þetta við Vísi en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Ondo er 28 ára Gabonmaður sem hefur verið hér á landi síðan 2010 en hann hefur leikið í vörn Aftureldingar síðustu tvö ár.

Í sumar hefur hann leikið 18 af 19 leikjum liðsins í Inkasso-deildinni og verið fyrirliði þess.

Afturelding er í 9. sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum frá fallsæti þegar þremur umferðum er ólokið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner