Stjörnumenn tóku á móti Keflvíkingum í kvöld á Samsungvellinum í loka leik dagsins í 20.umferð Bestu deildar karla.
Stjörnumenn hafa verið að gefa svolítið eftir uppá síðkastið en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 2 Keflavík
„Hún var ekki góð. Seinni hálfleikurinn var ekki góður hjá okkur. Við erum bara brjálaðir út í sjálfa okkar eins og staðan er, það er ekkert öðruvísi." Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna ósáttur eftir leikinn í kvöld.
„Við þurfum að virkilega rífa okkur í gang. Þetta eru ekki búnar að vera góðar vikur hjá okkur og ekki boðleg spilamennska þannig við þurfum að rýna vel ofan í okkar frammistöðu og sjá hvað við getum gert til að fara vinna fótboltaleiki."
Stjörnumenn töpuðu eins og áður kom fram sínum fjórða leik í röð í sumar en höfðu fyrir þessa hrinu ekki tapað tveim í röð í allt sumar.
„Ef við vissum það þá værum við mögulega búnar að laga það en auðvitað snýst þetta um margt í fótbolta og varnarleikurinn hefur ekki verið upp á marga fiska hjá okkur og við þurfum að skapa meira sóknarlega og við þurfum að vera þéttari svo það er margt sem þarf að skoða og erum búnir að vera skoða og búnir að vera reyna setja inn í leik okkar en það hefur því miður ekki virkað hvorki í frammistöðunni né árangri."
Nánar er rætt við Ágúst Gylfason þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |