Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 04. september 2022 21:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Við erum bara brjálaðir út í okkur sjálfa
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn tóku á móti Keflvíkingum í kvöld á Samsungvellinum í loka leik dagsins í 20.umferð Bestu deildar karla.

Stjörnumenn hafa verið að gefa svolítið eftir uppá síðkastið en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Keflavík

„Hún var ekki góð. Seinni hálfleikurinn var ekki góður hjá okkur. Við erum bara brjálaðir út í sjálfa okkar eins og staðan er, það er ekkert öðruvísi." Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna ósáttur eftir leikinn í kvöld.

„Við þurfum að virkilega rífa okkur í gang. Þetta eru ekki búnar að vera góðar vikur hjá okkur og ekki boðleg spilamennska þannig við þurfum að rýna vel ofan í okkar frammistöðu og sjá hvað við getum gert til að fara vinna fótboltaleiki."

Stjörnumenn töpuðu eins og áður kom fram sínum fjórða leik í röð í sumar en höfðu fyrir þessa hrinu ekki tapað tveim í röð í allt sumar.

„Ef við vissum það þá værum við mögulega búnar að laga það en auðvitað snýst þetta um margt í fótbolta og varnarleikurinn hefur ekki verið upp á marga fiska hjá okkur og við þurfum að skapa meira sóknarlega og við þurfum að vera þéttari svo það er margt sem þarf að skoða og erum búnir að vera skoða og búnir að vera reyna setja inn í leik okkar en það hefur því miður ekki virkað hvorki í frammistöðunni né árangri."

Nánar er rætt við Ágúst Gylfason þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner