Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
   sun 04. september 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Stigið dugir en hausinn er alls ekki þar - „Ætlum að vinna þennan leik"
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fórum gríðarlega snemma af stað. Ég viðurkenni að það er pínu þreyta núna en það er geggjað að vera komin til Hollands. Núna fer partíið að byrja," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

„Ég held að flestar hafi sofið í flugvélinni. Við erum vanar þessu. Svo fengu við okkur allar góðan kaffibolla á hótelinu og núna erum við klárar í æfingu."

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

Liðið vann sannfærandi 6-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld.

„Ég er gríðarlega sátt með þann leik," sagði Berglind en er hún var spurð hvort hún hafi verið svekkt með að skora ekki, þá sagði hún: „Það er alltaf gaman að skora en við unnum leikinn. Vonandi kemur mark á þriðjudaginn."

Næst er það Holland. Það er einhver stærsti leikur sem íslenska kvennalandsliðið hefur spilað, en með sigri eða jafntefli þá fer okkar lið á HM í fyrsta sinn í sögunni.

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Ég trúi eiginlega ekki að það sé komið að þessu. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að fara að spila þennan leik," segir Berglind.

„Við förum inn í þennan leik til þess að vinna og það er markmiðið. Við þurfum að eiga toppleik. Við þurfum að spila okkar besta leik. Við hugsum ekki um jafntefli eða eitthvað þannig, við ætlum að vinna þennan leik."

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner