Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   sun 04. september 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Stigið dugir en hausinn er alls ekki þar - „Ætlum að vinna þennan leik"
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fórum gríðarlega snemma af stað. Ég viðurkenni að það er pínu þreyta núna en það er geggjað að vera komin til Hollands. Núna fer partíið að byrja," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

„Ég held að flestar hafi sofið í flugvélinni. Við erum vanar þessu. Svo fengu við okkur allar góðan kaffibolla á hótelinu og núna erum við klárar í æfingu."

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

Liðið vann sannfærandi 6-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld.

„Ég er gríðarlega sátt með þann leik," sagði Berglind en er hún var spurð hvort hún hafi verið svekkt með að skora ekki, þá sagði hún: „Það er alltaf gaman að skora en við unnum leikinn. Vonandi kemur mark á þriðjudaginn."

Næst er það Holland. Það er einhver stærsti leikur sem íslenska kvennalandsliðið hefur spilað, en með sigri eða jafntefli þá fer okkar lið á HM í fyrsta sinn í sögunni.

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Ég trúi eiginlega ekki að það sé komið að þessu. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að fara að spila þennan leik," segir Berglind.

„Við förum inn í þennan leik til þess að vinna og það er markmiðið. Við þurfum að eiga toppleik. Við þurfum að spila okkar besta leik. Við hugsum ekki um jafntefli eða eitthvað þannig, við ætlum að vinna þennan leik."

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner