Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
banner
   sun 04. september 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Stigið dugir en hausinn er alls ekki þar - „Ætlum að vinna þennan leik"
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fórum gríðarlega snemma af stað. Ég viðurkenni að það er pínu þreyta núna en það er geggjað að vera komin til Hollands. Núna fer partíið að byrja," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

„Ég held að flestar hafi sofið í flugvélinni. Við erum vanar þessu. Svo fengu við okkur allar góðan kaffibolla á hótelinu og núna erum við klárar í æfingu."

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

Liðið vann sannfærandi 6-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld.

„Ég er gríðarlega sátt með þann leik," sagði Berglind en er hún var spurð hvort hún hafi verið svekkt með að skora ekki, þá sagði hún: „Það er alltaf gaman að skora en við unnum leikinn. Vonandi kemur mark á þriðjudaginn."

Næst er það Holland. Það er einhver stærsti leikur sem íslenska kvennalandsliðið hefur spilað, en með sigri eða jafntefli þá fer okkar lið á HM í fyrsta sinn í sögunni.

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Ég trúi eiginlega ekki að það sé komið að þessu. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að fara að spila þennan leik," segir Berglind.

„Við förum inn í þennan leik til þess að vinna og það er markmiðið. Við þurfum að eiga toppleik. Við þurfum að spila okkar besta leik. Við hugsum ekki um jafntefli eða eitthvað þannig, við ætlum að vinna þennan leik."

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner