Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   sun 04. september 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Stigið dugir en hausinn er alls ekki þar - „Ætlum að vinna þennan leik"
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fórum gríðarlega snemma af stað. Ég viðurkenni að það er pínu þreyta núna en það er geggjað að vera komin til Hollands. Núna fer partíið að byrja," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

„Ég held að flestar hafi sofið í flugvélinni. Við erum vanar þessu. Svo fengu við okkur allar góðan kaffibolla á hótelinu og núna erum við klárar í æfingu."

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

Liðið vann sannfærandi 6-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld.

„Ég er gríðarlega sátt með þann leik," sagði Berglind en er hún var spurð hvort hún hafi verið svekkt með að skora ekki, þá sagði hún: „Það er alltaf gaman að skora en við unnum leikinn. Vonandi kemur mark á þriðjudaginn."

Næst er það Holland. Það er einhver stærsti leikur sem íslenska kvennalandsliðið hefur spilað, en með sigri eða jafntefli þá fer okkar lið á HM í fyrsta sinn í sögunni.

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Ég trúi eiginlega ekki að það sé komið að þessu. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að fara að spila þennan leik," segir Berglind.

„Við förum inn í þennan leik til þess að vinna og það er markmiðið. Við þurfum að eiga toppleik. Við þurfum að spila okkar besta leik. Við hugsum ekki um jafntefli eða eitthvað þannig, við ætlum að vinna þennan leik."

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir