Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   mið 04. september 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri og Andri hrifnir af pælingu Alfreðs - „Getum unnið mjög vel saman"
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru spennandi landsleikir framundan hjá Íslenska landsliðinu en liðið mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudag og Tyrklandi ytra á mánudag.

Alfreð Finnbogason, fyrrum framherji landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net á dögunum. Hann sagðist vilja sjá Orra Stein Óskarsson og Andra Lucas Guðjohnsen saman í fremstu víglínu.

„Ég sem senter myndi elska að sjá þá tvo fyrsta á blað frammi og vinna út frá því. Þjálfarateymið gerir svo bara það sem það vill við þær upplýsingar. Mér finnst þeir það ólíkir að ég held að þeir yrðu geggjaðir saman," sagði Alfreð.


Þeir tveir voru í viðtali hjá Fótbolta.net í gær þar sem þeir voru spurðir út í þessar pælingar Alfreðs.

„Það væri ekki svo slæmt. Ég held að við gætum unnið mjög vel saman, ég hef ekki prófað það ennþá en það væri mjög skemmtilegt. Ég og Andri eigum mjög gott samband, erum mjög góðir vinir og ég held að það myndi sýna sig á vellinum," sagði Orri.

„Eins og Alfreð segir erum við nógu ólíkir leikmenn, það gæti virkað. Auðvitað er Orri frábær leikmaður, sama hvort ég sé að spila með honum eða einhverjum öðrum upp á topp þá er maður alltaf klár þegar kallið kemur," sagði Andri.


Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Athugasemdir
banner
banner