Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   fim 04. september 2025 10:18
Elvar Geir Magnússon
Robinho þjálfar innan fangelsismúrana - „Morðingjar gegn nauðgurum“
Robinho er bak við lás og slá.
Robinho er bak við lás og slá.
Mynd: EPA
Robinho, fyrrum leikmaður AC Milan og brasilíska landsliðsins, afplánar níu ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Þessi 41 árs fyrrum fótboltastjarna hefur tekið að sér að þjálfa fótboltalið fangelsisins.

Blaðamaðurinn Ulisses Campbell segir að föngunum sé skipt í lið eftir afbrotum þeirra, til dæmis keppi morðingjar gegn nauðgurum.

Að Robinho sé bak við lás og slá í fangelsinu hefur aukið gestafjölda. Vinir og fjölskyldumeðlimir annarra fanga eru farnir að heimsækja fangelsið í auknum mæli til að sjá Robinho og jafnvel fá eiginhandaráritun.

Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi árið 2017 fyrir nauðgun sem átti sér stað í Mílanó árið 2013. Hann hóf ekki afplánun dómsins fyrr en á síðasta ári þegar brasilíska lögreglan réðst í aðgerðir við heimili hans í Santos og hann var fluttur í fangelsi.

Robinho lék 100 landsleiki fyrir Brasilíu á árunum 2003-2017. Hann vann titla með Santos, Real Madrid og AC Milan auk þess að spila fyrir Manchester City og fleiri félög.
Athugasemdir
banner
banner
banner