Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robinho þarf að sitja af sér níu ára fangelsisdóm í Brasilíu
Robinho.
Robinho.
Mynd: Getty Images
Dómstóll í Brasilíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Robinho þurfi að sitja af sér níu ára fangelsi fyrir nauðgun í fangelsi í heimalandi sínu.

Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi árið 2017 fyrir nauðgun en atburðurinn átti sér stað í Mílanó árið 2013.

Robinho, sem heitir fullu nafni Robson de Souza, býr í Brasilíu og hefur alltaf neitað sök. Brasilía framselur ekki ríkisborgara sína og því hefur Robinho ekki þurft að dúsa í fangelsi til þessa.

En núna hefur dómstóll í Brasilíu ákveðið að Robinho, sem er fertugur að aldri, þurfi að afplána fangelsisdóminn í heimalandinu.

Robinho og fimm aðrir Brasilíumenn voru dæmdir fyrir hópnauðgun. Sakfellingin var staðfest af áfrýjunardómstóli árið 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner