Igor Taskovic hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík en félagið hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við hann.
Igor er 34 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem leysti einnig stöðu miðvarðar fyrir Víkinga.
Hann kom til félagsins fyrir tímabilið 2013 og hjálpaði því að komast upp úr 1. deildinni á fyrsta tímabili og ná Evrópusæti á því öðru. Hann var valinn í úrvalslið Pepsi-deildarinnar 2014.
Það hefur hægst aðeins á Igor og ákváðu Víkingar að nú væri rétti tímapunkturinn til að leiðir myndu skilja.
Mál varðandi Josip Fucek og Marko Perkovic eru í skoðun. Búið er að framlengja við Alan Lowing og Vladimir Tufgedzic. Liðið hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.
Sjá einnig:
Milos vill halda áfram með Víking R. - Fundar í vikunni
Athugasemdir