Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 04. október 2020 19:57
Arnar Laufdal Arnarsson
Brynjar Björn: Ekki mikið sem við gerðum vitlaust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við HK og KR í Pepsi-Max deild karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli en Ásgeir Marteinsson jafnaði leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

"Ég er bara sáttur eftir 90 mínútur þá er ég þokkalega sáttur, jöfnum seint og fáum reyndar möguleika í lokin til að vinna þennan leik en tiltölulega sanngjarnt, mér fannst við ekki alveg vera mættir til leiks í fyrri hálfleik, smá flatur fyrri hálfleikur fannst mér, það var ekkert mikið sem við vorum að gera vitlaust, fannst við bara vera klikka á smáatriðum og þurftum að bæta það og reyna lyfta ákefðinni í okkar leik og við gerðum það í seinni hálfleik og uppskárum mark í lokin" Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 KR

HK-ingar eru mjög seigir í sínum leikjum gegn KR, væri Brynjar til að spila við KR í hverri einustu umferð?

KR eru erfitt lið að spila við ég segi það ekki en úrslitin í seinustu leikjum hafa verið þannig að okkur hefur gengið ágætlega, þetta var líklega síðsti leikurinn okkar á móti KR síðustu tvö ár"

Á miðnætti kemur áhorfendabann, hefur Brynjar einhvað að segja um það?

"Ég læt bara sérfræðingana um það, það er ekkert mitt að commenta á það, það er fólk í vinnu við að gera reglur og annað þannig það er svo sem ekkert sem ég hef að segja um það"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner