Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. október 2020 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
Diogo Dalot til AC Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AC Milan er búið að tryggja sér portúgalska bakvörðinn Diogo Dalot á lánssamningi frá Manchester United.

Dalot fær treyju númer 5 og mun berjast við Davide Calabria og Andrea Conti um hægri bakvarðarstöðuna.

Dalot er 21 árs gamall og kostaði 19 milljónir punda í júní 2018. Hann hefur spilað 35 leiki á rúmlega tveimur árum í Manchester og þarf meiri spiltíma til að þróa leik sinn.

Milan hefur verið að styrkja hópinn sinn fyrir komandi átök enda er liðið í Evrópudeildinni í ár. Félagið er meðal annars búið að krækja í Sandro Tonali, Brahim Diaz, Ante Rebic og Jens Petter Hauge.

Samningur Dalot við Man Utd rennur út eftir þrjú ár.
Athugasemdir
banner
banner