Leikur Juventus og Napoli sem átti að vera spilaður í kvöld mun ekki fara fram í bili. Juve verður gefinn sigur þar til ítalska knattspyrnusambandið hefur fengið tíma til að meta stöðuna og taka ákvörðun um hvort leiknum verði frestað eða ekki.
Tveir leikmenn Napoli smituðust eftir stórsigur gegn Genoa fyrir viku síðan og hafa heilbrigðisyfirvöld í Napolí sagt liðinu að ferðast ekki fyrir leikinn gegn Juve.
Ítalir eru hissa á þessu þar sem smit hafa áður komið upp hjá liðum og þau mætt til leiks án þeirra smituðu. Genoa gerði slíkt hið sama um síðustu helgi en góðar líkur eru á því að leikmenn Napoli hafi smitast í leik liðanna. Genoa var með yfir 10 sýkingar í sínum röðum sem komu flestar í ljós eftir leikinn gegn Napoli.
Ítalska knattspyrnusambandið hefur neitað að fresta viðureign kvöldsins þar sem Napoli hefur ekki borið fram nógu góð gögn til að sanna að liðið sé ekki leikfært.
Reglur ítölsku deildarinnar segja að lið fái ekki að fresta leik vegna Covid séu þau með 13 eða fleiri leikhæfa menn í hóp hjá sér. Napoli er aðeins með tvo smitaða sem stendur en ákvað að mæta ekki til leiks vegna leiðbeininga frá heilbrigðisyfirvöldum.
Knattspyrnusambandið er að bíða eftir óhrekjanlegri staðfestingu frá yfirvöldum um að Napoli hafi verið bannað að ferðast norður til að spila stórleikinn.
Ítalíumeistarar Juve munu því mæta til leiks þegar leikurinn á að hefjast klukkan 18:45. Þeir munu fá dæmdan 3-0 sigur þar til knattspyrnusambandið tekur endanlega ákvörðun.
Byrjunarlið Juventus:
Szczesny, Danilo, Bonucci, Chiellini, Kulusevski, Bentancur, Ramsey, Arthur, Cuadrado, Dybala, Ronaldo
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Atalanta | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Bologna | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Cagliari | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Como | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Cremonese | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Fiorentina | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Genoa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Inter | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Juventus | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Lazio | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Lecce | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Milan | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Napoli | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Parma | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Pisa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Roma | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sassuolo | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Torino | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Empoli | 38 | 6 | 13 | 19 | 33 | 59 | -26 | 31 |
19 | Venezia | 38 | 5 | 14 | 19 | 32 | 56 | -24 | 29 |
19 | Udinese | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
20 | Verona | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
20 | Monza | 38 | 3 | 9 | 26 | 28 | 69 | -41 | 18 |
Athugasemdir