banner
   þri 04. október 2022 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Þetta er gott jafntefli
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham, segir að lið hans geti verið skilvirkara fyrir framan markið en var þó ánægður með færin sem það skapaði sér í markalausa jafnteflinu gegn Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Harry Kane fékk nokkur fín færi í leiknum gegn Frankfurt og þá kom Richarlison sér í dauðafæri undir lok fyrri hálfleiksins.

Bæði lið áttu kafla í leiknum en staðan markalaus þegar flautað var til leiksloka.

„Þetta var góður leikur. Við spiluðum leik með mikilli ákefð og leyfðum þeim ekki að spila þeirra fótbolta eða pressa alls staðar á vellinum."

„Á sama tíma þurfum við að vera skilvirkari. Við sköpuðum mörg færi til að skora en svo endar þetta með jafntefli. Þetta er gott jafntefli því það er ekki auðvelt að spila á útivelli í þessu andrúmslofti. Við spiluðum góðan leik en ef þú skorar ekki þá vinnur þú ekki."

„Það mikilvægasta fyrir mér er að skapa færi. Það koma augnablik þar sem maður er skilvirkari fyrir framan markið og svo koma augnablik eins og í leiknum gegn Arsenal. Í dag sköpuðum við færi en gerðum mistök í síðustu sendingunni,"
sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner