Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fös 04. október 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Mikill léttir fyrir hann að skora
Brasilíski sóknarmaðurinn Evanilson opnaði markareikning sinn fyrir Bournemouth á mánudaginn þegar liðið vann Southampton.

Þessi 24 ára leikmaður kom frá Porto þar sem hann var iðinn við markaskorun.

„Það sást hversu mikill léttir það var fyrir hann að skora þetta mark. Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann hefur verið að spila vel en honum leið illa eftir að hafa klúðrað vítinu gegn Chelsea. Þegar hann náði að skora sá maður viðbrögð hans og liðsfélaga hans," segir Andoni Iraola stjóri Bournemouth.

„Ég vil ekki að hann verði leikmaðurinn sem skorar öll mörkin okkar. Hann þarf að hjálpa okkur að spila vel. Hann er að komast betur inn í hlutina og þarf að hjálpa okkur í pressunni. Ég fókusa meira á þessa hluti en mörkin."

Bournemouth heimsækir Leicester á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner
banner