Spænska félagið Real Madrid hefur sett sig í samband við enska hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold en þetta segir spænski miðillinn Relevo.
Alexander-Arnold er 25 ára gamall og verður samningslaus eftir þetta tímabil.
Liverpool á enn eftir að hefja samningaviðræður við Englendinginn, en samkvæmt ensku miðlunum mun það gerast á næstu mánuðum.
Hann hefur verið orðaður við Real Madrid síðustu vikur og segir Relevo að félagið hafi þegar sett sig í samband við föruneyti hans.
Það yrði mikið högg fyrir Liverpool að missa uppalinn leikmann á frjálsri sölu.
Norður-Írinn Conor Bradley er talinn líklegastur til að taka við hlutverkinu í hægri bakverðinum hjá Liverpool, en hann er þó ekki með þessa einstöku hæfileika sem Alexander-Arnold býr yfir og því erfitt að fylla í skó hans.
Athugasemdir