Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 04. nóvember 2020 14:43
Elvar Geir Magnússon
David Luiz klár í slaginn á ný
Varnarmaðurinn David Luiz er klár í slaginn fyrir Arsenal á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í læri.

Brasilíumaðurinn meiddist í 0-1 tapi gegn Leicester þann 25. október.

Luiz er farinn að æfa af fullum krafti, líkt og Calum Chambers sem er búinn að jafna sig eftir meiðsli á hné.

Þá er það að frétta af meiðslum varnarmannsins Pablo Marí að hann ætti að snúa aftur til æfinga að fullum krafti eftir landsleikjagluggann.

Arsenak mætir Molde í Evrópudeildinni annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner