Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. nóvember 2020 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lampard mjög sáttur: Ræddi við Jorginho og þetta truflaði hann ekki
Mynd: Getty Images
Chelsea vann 3-0 sigur á Rennes í Meistaradeildinni í kvöld. Timo Werner skoraði tvö mörk og Tammy Abraham eitt. Bæði mörk Werner komu af vítapunktinum. Það vakti athygli þar sem Jorginho hefur verið vítaskytta liðsins en Jorginho hefur klikkað á tveimur vítum nýlega.

„Mér fannst þessi sigur verðskuldaður. Rauða spjaldið og vítið sem kom okkur í 2-0 gerði þetta auðveldara. Við héldum boltanum á hreynfingu snemma í seinni hálfleik og við sýndum faglega frammistöðu í dag. Þetta var erfiður andstæðingur og við unnum mjög vel," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir leikinn.

„Það var ekki auðvelt (að skipta um vítaskyttu) því Jorginho hefur verið mjög öruggur. Hann klikkaði á tveimur nýlega og Timo tók hans stöðu og skoraði. Ég ræddi við Jorginho og svar hans var fullkomið, þetta truflaði hann ekki. Hann sagði að honum væri sama hver tæki þau hann einungis vonaðist til að skorað yrði úr þeim. Timo kom inn og skoraði og því er ég glaður."

„Ég er glaður því ég gat hvílt nokkrar leikmenn og ég er glaður að nokkrir fengu mínútur á vellinum. Þetta tikkaði í mörg box hjá okkur,"
sagði Lampard að lokum.
Athugasemdir
banner
banner