Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. nóvember 2020 16:50
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeild kvenna: HJK engin fyrirstaða fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 0 HJK Helsinki
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('8)
2-0 Elín Metta Jensen ('19)
3-0 Mist Edvardsdóttir ('36, víti)

Lestu nánar um leikinn

Kvennalið Vals er komið í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan sigur á Finnlandsmeisturum HJK Helsinki á Hlíðarenda í dag.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Val yfir eftir átta mínútna leik en Hlín Eiríksdóttir átti stoðsendinguna.

Elín Metta Jensen tvöfaldaði forystu Vals og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk svo vítaspyrnu fyrir hálfleik. Mist Edvardsdóttir fór á punktinn og skoraði. Ekkert var skorað í hálfleik og úrslitin 3-0 fyrir Val.

2. umferð keppninnar fer fram í desember en þá verður leikið heima og að heiman.


Athugasemdir
banner
banner
banner