Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. nóvember 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Ömurlegur árangur Marseille í Meistaradeildinni
Andre Villas-Boas þjálfari Marseille.
Andre Villas-Boas þjálfari Marseille.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið lítil gleði hjá franska félaginu Marseille í Meistaradeildinni undanfarin ár. Marseille tapaði þriðja leik sínum í keppninni í ár þegar liðið steinlá 3-0 gegn Porto í gær.

Marseille hefur nú tapað tólf leikjum í röð í Meistaradeildinni en síðasti sigur liðsins þar var gegn Inter árið 2012.

Um er að ræða jöfnun á meti Anderlecht en ef Marseille tapar næsta leik á liðið met yfir flest töp í röð í keppninni.

„Til að vera ömurlegur í Meistaradeildinni þá þarftu að minnsta kosti að komast í Meistaradeildina. Við gerðum það og við erum að standa okkur ömurlega," sagði Andre Villas-Boas, þjálfari Marseille, reiður eftir tapið í gær.

Marseille endaði í öðru sæti í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vann sér þannig þátttökurétt í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner