Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. nóvember 2020 17:20
Elvar Geir Magnússon
Sakho fær skaðabætur frá Wada
Sakho er fyrrum leikmaður Liverpool.
Sakho er fyrrum leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace, hefur fengið skaðabætur frá Wada, alþjóða eftirlitsstofnunarinnar varðandi lyfjamál í íþróttum.

Sakho var dæmdur í leikbann árið 2016 þegar dæmt var að hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir að hafa tekið fitubrennslutöflur.

Töflurnar voru hinsvegar ekki á bannlista og nú hefur Wada viðurkennt alvarleg mistök.

Sakho missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar, gegn Sevilla, vegna leikbannsins.

Þá segir miðvörðurinn þrítugi að bannið hafi kostað sig sæti í landsliðshóp Frakklands á EM 2016.

Eftir að hafa verið hreinsaður af sök lýsti Sakho yfir ánægju sinni og þakkaði vinum og fjölskyldu sem sýndu honum stuðning á þessu erfiða ári.

„Þetta er það versta sem þú getur verið sakaður um, nota ólögleg lyf. Dagurinn í dag er stór dagur á mínum ferli," segir Sakho.
Athugasemdir
banner
banner