Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 04. nóvember 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Moyes: Ange hefur unnið virkilega gott starf fyrir Tottenham
David Moyes, fyrrum stjóri West Ham og Manchester United, hrósar kollega sínum Ange Postecoglou og er hrifinn af því sem hann hefur gert sem stjóri Tottenham.

„Mér finnst Ange hafa unnið virkilega gott starf hjá Tottenham, hvernig leikstíllinn þeirra er," sagði Moyes um 4-1 sigur Tottenham gegn Aston Villa í gær.

„Kannski er leikjaálagið farið að hafa áhrif á Aston Villa. Kannski er þessi fjöldi leikja að skapa erfiðleika fyrir þá núna."

Tottenham tapaði fyrir Crystal Palace fyrir rúmri viku síðan en svaraði því með því að vinna Manchester City í deildabikarnum og leggja svo Aston Villa í gær.

„Sjö dagar er langur tími í fótbolta. Fyrir sjö dögum var ég pirraður gamall karl. Við verðum að vera trúir okkar vegferð. Við sáum til þess að við myndum ekki vorkenna okkur og vorum aftur liðið sem við viljum vera," sagði Postecoglou í viðtali eftir leikinn í gær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner