Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 04. desember 2020 21:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefur heimildir fyrir því að PSG ætli sér að næla í Messi
Viðtal við Neymar vakti athygli í vikunni en hann lét út úr sér þau ummæli að hann og Lionel Messi myndu spila saman knattspyrnu á næsta tímabili.

Þeir voru liðsfélagar á árum áður hjá Barcelona en Neymar gekk í raðir PSG árið 2017.

Forseti PSG vildi ekki tjá sig um möguleikann á því að Messi kæmi til PSG en franski blaðamaðurinn Laurens Julien, sem skrifar fyrir ESPN> hefur fyrir því heimildir að PSG sé að skoða möguleikann á því að fá Messi á frjálsri sölu næsta sumar.

Samkvæmt hans heimildarmönnum þá kom það til umræðu í sumar að reyna fá Messi varð áfram í Barcelona.
Athugasemdir
banner