Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   lau 04. desember 2021 14:25
Aksentije Milisic
England: West Ham kom tvisvar sinnum til baka og vann Chelsea
Mendy brotlegur.
Mendy brotlegur.
Mynd: EPA
Silva fagnar.
Silva fagnar.
Mynd: EPA
West Ham 3 - 2 Chelsea
0-1 Thiago Silva ('28 )
1-1 Manuel Lanzini ('40 , víti)
1-2 Mason Mount ('44 )
2-2 Jarrod Bowen ('56 )
3-2 Arthur Masuaku ('87)

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign West Ham og Chelsea en leikurinn var bráðfjörugur.

Chelsea byrjaði betur og var með fín tök á leiknum í byrjun leiks. Thiago Silva heldur áfram að spila frábærlega fyrir Chelsea en hann skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann stangaði inn hornspyrnu frá Mason Mount í netið.

West Ham jafnaði leikinn fyrir hálfleikinn. Manuel Lanzini skoraði þá úr vítaspyrnu sem liðið fékk eftir klaufagang hjá Chelsea. Edouard Mendy braut á Jarrod Bowen og vítaspyrnar réttilega dæmd. Lanzini stjakaði aðeins við Reece James í fagnaðarlátunum en James reyndi að taka hann af taugum fyrir vítið.

Það var hins vegar aðeins fjórum mínútum síðar sem Chelsea jafnaði. Mason Mount skoraði þá flott mark eftir sendingu frá Hakim Ziyech. Mount tók knöttinn í fyrsta á lofti og skoraði í nærhornið. Staðan 1-2 í hálfleik.

Á 56. mínútu jafnaði Jarrod Bowen metin með frábæru marki. Hann þrumaði þá knettinum í fjærhornið fyrir utan teig, óverjandi fyrir Mendy í markinu. Eftir þetta skiptust liðin á að sækja og áttu þau bæði sín færi til að komast í forystu.

Það var á 87. mínútu sem ótrúlegir hlutir gerðust. Arthur Masuaku, sem kom inn á sem varamaður, átti þá fyrirgjöf sem fór af Ruben Loftus-Cheek og í nærhornið. Ótrúlegt mark og allt sturlaðist úr fagnaðarlátum hjá stuðningsmönnum West Ham.

3-2 urðu lokaúrslit í þessum magnaða leik. Chelsea er efsta sæti deildarinnar en getur nú misst það í hendur Liverpool eða Manchester City en þau spila síðar í dag.

West Ham er í fjórða sæti deildarinnar með fjórum stigum meira heldur en Arsenal.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner