Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   mán 04. desember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp býst við að Matip verði lengi frá
Mynd: Getty Images
Kamerúnski varnarmaðurinn Joel Matip verður líklega lengi frá eftir að hafa meiðst í 4-3 sigrinum á Fulham á Anfield í gær.

Matip fór meiddur af velli á 69. mínútu og kom Ibrahima Konate inn í hans stað.

Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, býst við að Matip verði lengi frá, miðað við fyrstu fregnir sem hann fékk.

Um hnémeiðsli er að ræða og miðað við ummæli Klopp þá gæti hann verið frá út tímabilið.

„Við misstum Joel í dag en auðvitað hefur hann ekki farið í neinar myndatökur enn. Enn eftir allt sem maður hefur séð og heyrt þá verður þetta ekki skammtímameiðsli. Þetta er hnéð. Alger óheppni en við verðum að komast í gegnum þetta,“ sagði Klopp.

Matip verður samningslaus næsta sumar og möguleiki á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner